Copy
Logo

Óskað eftir þátttöku í verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs

Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir áhugasömum sveitarfélögum til þátttöku í verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs. Verkefnið hefst í desember 2023 og lýkur í júní 2024.

Sveitarfélög sem vilja sækja um þátttöku í verkefninu er bent á að senda inn umsókn á skráningarsíðu hér. Tekið verður á móti umsóknum til og með 7. desember. Val á þátttökusveitarfélögum mun liggja fyrir 13. desember og verður niðurstaðan tilkynnt þeim sveitarfélögum sem óska eftir þátttöku fljótlega í kjölfarið. 

Nánar á vef sambandsins

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr tveimur sjóðum

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr tveimur sjóðum. Annars vegar ur Þróunarsjóði innflytjendamála og hins vegar úr nýjum vinnuverndarsjóði.

Akranes ætlar að verða fyrsta íþróttasveitarfélagið

Fulltrúar Akraneskaupstaðar hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að bærinn verði fyrsta íþróttasveitarfélagið á landinu. Með yfirlýsingunni lýsir Akranes yfir vilja til að halda áfram að byggja ofan á þær styrku stoðir sem fyrir eru í bæjarfélaginu og setja íþróttir barna- og ungmenna og uppbyggingu þeirra ásamt afreksíþróttum á oddinn. Á undanförnum árum hefur sveitarfélagið byggt fjölmörg ný íþróttamannvirki og eru uppi áform um enn frekari uppbyggingu og endurbætur.

Nánar á vef sambandsins

Samstarfsverkefni um vinnuumhverfi starfsfólks í leik- og grunnskólum

Vinnueftirlitið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands eiga í samstarfi um verkefni sem hefur það markmið að meta áhættuþætti í vinnuumhverfi starfsfólks leik- og grunnskóla.  Athugið að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 15. desember nk.

Nánar á vef sambandsins

Mikilvægt að horft sé til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga bókaði eftirfarandi á fundi sínum 24. nóvember sl. vegna umræðna um kjarasamninga og forsendur fjárhagsáætlana:

Í ljósi efnahagsþróunar telur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna. Komi til þess þá er sambandið tilbúið til að koma að slíku átaki.







This email was sent to ingibjhin@hotmail.com
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland