Copy
Logo

Vonbrigði með einhliða aðgerð

félags- og vinnumarkaðsráðherra

Félags- og vinnumarkaðsráðherra boðaði fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga á fund sinn miðvikudaginn 27. september. Þar tilkynnti ráðherra að hann hefði sent sveitarfélögum tilmæli vegna aðstoðar við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eigi ekki rétt á þjónustu á grundvelli útlendingalaga. Jafnframt hefði hann gert breytingar á reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.

Nánar á vef sambandsins

Viðmiðunargjaldskrá grunnskóla 2023

Út er komin viðmiðunargjaldskrá vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags vegna skólaársins 2023/2024. Viðmiðunargjaldið byggir á beinum kostnaði sveitarfélaga við rekstur almennra grunnskóla sveitarfélaga, ásamt sameiginlegum liðum grunnskóla. 

Nánar á vef sambandsins

Kjarasamningar samþykktir

Starfsgreinasambandið og Félag skipstjórnarmanna hafa samþykkt kjarasamninga við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS). Báðir samningarnir voru samþykktir með góðum meirihluta þeirra sem atkvæði greiddu.

Gott að eldast: Mikill áhugi á þróunar-
verkefnum fyrir eldra fólk í heimahúsum

Tæplega 20 umsóknir bárust um þátttöku í þróunarverkefnum um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið auglýstu í sumar eftir slíku samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir. 

Nánar á vef sambandsins

Villa í skóladagatali!

Nýlega var athygli okkar vakin á því að í skóladagatali 2023-2024 væru bóndadagur og konudagur á röngum dögum. Hið rétta er að bóndadagur er 26. janúar og konudagur 25. febrúar en ekki viku fyrr eins og misritaðist í skóladagatalinu.

Skóladagatalið hefur verið uppfært á vef sambandsins en einfalt er fyrir hvern og einn skóla að lagfæra þetta sín megin þar sem dagatalið er opið og lítið mál að færa þessa daga fram um slétta viku.







This email was sent to ingibjhin@hotmail.com
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland