Copy
Logo

Fjármálaráðstefnan hefst á fimmtudag

Í vikulok verður lokað fyrir breytingar á skráningu á fjármálaráðstefnu 2023. Fram til þess tíma verður unnt að óska eftir breytingum á skráningu í gegnum netfangið samband@samband.is.

Dagskrá ráðstefnunnar er komin inn á vefinn og er hún venju samkvæmt mjög efnismikil. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar sambandsins setur ráðstefnuna kl. 10:00 að morgni fimmtudagsins 21. september en ráðstefnunni verður frestað til föstudags kl. 16:40. Henni verður fram haldið í tveimur málstofum kl. 09:00 að morgni föstudags.

Dagskrá fjármálaráðstefnu 2023

Stjórn sambandsins heimsækir Brussel

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er nú stödd í Brussel ásamt nokkrum helstu stjórnendum sambandsins. Markmið ferðarinnar er að heimsækja og kynnast helstu stofnunum Evrópusambandsins sem fara með málefni er varða íslensk sveitarfélög.

Nánar á vef sambandsins

Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2024-2025

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2024-2025.

Umsækjendum er gert að skila inn umsóknum á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2023.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Námsleyfasjóðs.

Ársfundur náttúruverndarnefnda

Ársfundur náttúruverndarnefnda verður haldinn á Ísafirði þann 12. október næstkomandi frá kl. 10-16:00*. Sveitarfélög eru hvött til að taka daginn frá og senda fulltrúa sinna nefnda á fundinn.

Staðsetning fundarins hefur í gegnum tíðina verið breytileg og skipst á milli landshluta. Að þessu sinni er komið að Vestfjörðum og verður fundurinn haldinn á Ísafirði. Fundinum verður streymt fyrir þá sem komast ekki á staðinn.

Nánar á vef sambandsins






This email was sent to ingibjhin@hotmail.com
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland