Copy
Logo

Upplýsingabréf fyrir íþrótta- og tómstundastarf

Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við fleiri aðila hefur gefið út upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem ætlað er að minna á ábyrgðina sem við berum öll saman þegar kemur að því að koma í veg fyrir ofbeldi.

Í upplýsingabréfinu eru gagnlegir hlekkir með fræðslu gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, gátlista varðandi nýráðningu starfsfólks og sjálfboðaliða ásamt leiðbeiningum varðandi öflun upplýsinga úr sakaskrá. Þar er einnig að finna hlekk á samræmda viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Nánar á vef sambandsins

Farsældarþing

Efnt verður til Farsældarþings mánudaginn 4. september frá kl. 8.30-16 á Hilton Reykjavík Nordica. Á farsældarþingi eiga fagfólk, þjónustuveitendur, stjórnvöld, börn og aðstandendur víðtækt samtal um farsæld barna og er þingið mikilvægur liður í stefnumótun og áætlanagerð þegar kemur að innleiðingu laga um farsæld barna.

Nánar á vef sambandsins






This email was sent to ingibjhin@hotmail.com
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland